Innlent

Allt að 14 rúður brotnar í biskupsbústaðnum

Landakotskirkja. Séra Patrick segir að maðurinn hafi brotið allt að 14 rúður í biskups- og prestsbústaðnum.
Landakotskirkja. Séra Patrick segir að maðurinn hafi brotið allt að 14 rúður í biskups- og prestsbústaðnum. Mynd/Valli
Karlmaður var handtekinn við biskups- og prestsbústaðinn við Landakot í nótt eftir að hafa brotið fjölmargar rúður í bústaðnum. Séra Patrick Breen, staðgengill biskups kaþólsku kirkjunnar hér á landi, segir að maðurinn hafi brotið allt að 14 rúður í bústaðnum sem stendur við Hávallagötu í Reykjavík.

Patrick veit ekki af hverju maðurinn hóf að brjóta rúðurnar. Aðspurður segir Patrick málið geta tengst umfjöllun fjölmiðla að undanförnu um Margréti Müller og séra Ágúst George sem sökuð eru um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar og Landakotsskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×