Laxinn mættur í Sogið Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 09:19 Mynd: www.svfr.is Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Hins vegar var hann í allbetra færi veiðiþjófurinn sem var gómaður í Alviðru í gær með Tobyspón. Tekið var niður bílnúmer viðkomandi, myndir teknar og hann væntanlega kærður í fyrramálið. Þó er veitt á tveimur silungasvæðum í Soginu, fyrir landi Þrastarlundar og Ásgarðs. Kæmi það ekki á óvart þó að veiðimenn á þessum svæðum kræktu í lax áður en að formlegt laxveiðitímabil hefst í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Bleikjan mætt á Þingvöllum Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði
Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Hins vegar var hann í allbetra færi veiðiþjófurinn sem var gómaður í Alviðru í gær með Tobyspón. Tekið var niður bílnúmer viðkomandi, myndir teknar og hann væntanlega kærður í fyrramálið. Þó er veitt á tveimur silungasvæðum í Soginu, fyrir landi Þrastarlundar og Ásgarðs. Kæmi það ekki á óvart þó að veiðimenn á þessum svæðum kræktu í lax áður en að formlegt laxveiðitímabil hefst í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Bleikjan mætt á Þingvöllum Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði