Innlent

Ásmundur Einar genginn í Framsókn

Ásmundur Einar Daðason þingmaður hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásmundi Einari.

Þar segir meðal annars:

„Framsókn hefur barist hart gegn löglausum kröfum Breta, Hollendinga og ESB í Icesave málinu. Með því sýndi flokkurinn mikla stefnufestu og stóð með meirihluta þjóðarinnar frá fyrsta degi."

Þá segir Ásmundur Einar að Framsóknarflokkurinn hafi tekið jákvæðum breytingum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Ásmundur Einar var kjörinn á þing fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2009. Hann sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í apríl, og sagði þá helstu ástæðu þess að hann styddi ekki ríkisstjórnina vera aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í Ásmund Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×