Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2011 13:37 Það er víða veitt þessa dagana Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR. Annars eru frekar rólegar frengir af vatnaveiðinni enn sem komið er þrátt fyrir smá skot hér og þar. það er ennþá bara of kalt til að þetta fari almennilega í gang og þá sérstaklega fyrir norðan. Af vötnunum hér á suðvestur er það að frétta að það virðist helst vera í Hlíðarvatni, Kleifarvatni og Þingvallavatni sem eitthvað hefur verið að gerast. Veiðivísir fékk þeir fréttir frá nokkrum félögum sem voru við Hítarvatn um helgina og settu í fínan fisk fyrstu mínúturnar. Það var algjört logn og fiskur að vaka út um allt og oft með töluverðum látum. Ástæðan var mikið klak í flugu og kepptist fiskurinn við að skófla í sig á meðan nóg var af æti. En vindáttin breyttist síðan og þá hvarf flugan og fiskurinn með. Afrakstur helgarinnar, einn fiskur! En það virtist vera mikið líf í vatninu svo að þetta er líklega dagaspursmál þangað til fréttirnar þaðan verða eins og við eigum að þekkja á góðum veiðidögum. Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR. Annars eru frekar rólegar frengir af vatnaveiðinni enn sem komið er þrátt fyrir smá skot hér og þar. það er ennþá bara of kalt til að þetta fari almennilega í gang og þá sérstaklega fyrir norðan. Af vötnunum hér á suðvestur er það að frétta að það virðist helst vera í Hlíðarvatni, Kleifarvatni og Þingvallavatni sem eitthvað hefur verið að gerast. Veiðivísir fékk þeir fréttir frá nokkrum félögum sem voru við Hítarvatn um helgina og settu í fínan fisk fyrstu mínúturnar. Það var algjört logn og fiskur að vaka út um allt og oft með töluverðum látum. Ástæðan var mikið klak í flugu og kepptist fiskurinn við að skófla í sig á meðan nóg var af æti. En vindáttin breyttist síðan og þá hvarf flugan og fiskurinn með. Afrakstur helgarinnar, einn fiskur! En það virtist vera mikið líf í vatninu svo að þetta er líklega dagaspursmál þangað til fréttirnar þaðan verða eins og við eigum að þekkja á góðum veiðidögum.
Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði