Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:38 Vonandi gengur veiðin vel næstu daga Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina. Stangveiði Mest lesið Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði
Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina.
Stangveiði Mest lesið Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði