Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:38 Vonandi gengur veiðin vel næstu daga Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina. Stangveiði Mest lesið Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Jökla fer vel af stað Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fréttir úr Djúpinu Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Laxinn er mættur í Hraunsfjörðinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði
Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina.
Stangveiði Mest lesið Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Jökla fer vel af stað Veiði Flott veiði í Fossálum í litlu vatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fréttir úr Djúpinu Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Laxinn er mættur í Hraunsfjörðinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði