Bleikjan horfin úr Hítará? 26. maí 2011 15:07 Hítará á Mýrum Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun. Skemmst er frá því að segja að í vorveiðinni í Hítará fengust að þessu sinni þrír silungar. Vart þarf að fara mörgum orðum um ástandið á bleikjunni. Hins vegar batnar það ekki þegar að skráningarnar í bókina eru skoðaðar nánar, því enginn af umræddum silungum er bleikja - heldur urriðar. Vissulega má benda á að aðstæður til veiða í aprílmánuði voru slæmar, auk þess sem að mjög margir bóka veiðina til þess eins að nota veiðihúsið, og einfaldlega reyna ekki veiðar. Hins vegar bendir ekkert til þess að ástæðunnar sé að leita þar, því svo virðist sem að bleikjan á neðstu svæðum Hítarár sé einfaldlega horfin. Á efri svæðunum má enn finna nokkuð af bleikju sem er staðbundin. En sjóbleikjan Í Hítará á Mýrum virðist heyra sögunni til. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði
Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun. Skemmst er frá því að segja að í vorveiðinni í Hítará fengust að þessu sinni þrír silungar. Vart þarf að fara mörgum orðum um ástandið á bleikjunni. Hins vegar batnar það ekki þegar að skráningarnar í bókina eru skoðaðar nánar, því enginn af umræddum silungum er bleikja - heldur urriðar. Vissulega má benda á að aðstæður til veiða í aprílmánuði voru slæmar, auk þess sem að mjög margir bóka veiðina til þess eins að nota veiðihúsið, og einfaldlega reyna ekki veiðar. Hins vegar bendir ekkert til þess að ástæðunnar sé að leita þar, því svo virðist sem að bleikjan á neðstu svæðum Hítarár sé einfaldlega horfin. Á efri svæðunum má enn finna nokkuð af bleikju sem er staðbundin. En sjóbleikjan Í Hítará á Mýrum virðist heyra sögunni til. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði