Innlent

Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla

Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra.

Í yfir 20 ár hefur málið verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og í tilkynningu frá þeim segir að  vonandi glitti nú í endalok þessarar baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×