Mús í Urriðamaga Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2011 00:01 Birt með leyfi www.veidikortid.is Veiðimaðurinn Gísli P skellti sér í Kelifarvatn fyrir fáeinum dögum. þar fékk hann 3 punda urriða sem honum þótti nú heldur mjósleginn og alls ekki þykkur á kviðinn. þegar hann gerði að fiskinum kom í ljós að þessi fiskur hafði gleypt hagamús í heilu lagi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þetta er alls ekki einsdæmi um græðgi og grimmd urriða því það er alþekkt t.d. í Laxá í Mývatnssveit að urriðinn grípur litlu ungana á fyrstu dögunum þegar þeir leggja út í ánna og stundum hafaf fundist nokkrir ungar í einum og sama urriðanum. Nokkur ár eru síðan minkur fannst í maga urriða fyrir norðan og verður maður þá að spyrja sig að því hvort það sé einhver slagur um stöðu í fæðukeðjunni við Laxá? Til eru veiðiflugur sem líkja eftir t.d. mús og það eru nokkrir menn sem hafa náð góðum tökum á því að finna og setja í stóru urriðana á þessar flugur. Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Veiðimaðurinn Gísli P skellti sér í Kelifarvatn fyrir fáeinum dögum. þar fékk hann 3 punda urriða sem honum þótti nú heldur mjósleginn og alls ekki þykkur á kviðinn. þegar hann gerði að fiskinum kom í ljós að þessi fiskur hafði gleypt hagamús í heilu lagi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þetta er alls ekki einsdæmi um græðgi og grimmd urriða því það er alþekkt t.d. í Laxá í Mývatnssveit að urriðinn grípur litlu ungana á fyrstu dögunum þegar þeir leggja út í ánna og stundum hafaf fundist nokkrir ungar í einum og sama urriðanum. Nokkur ár eru síðan minkur fannst í maga urriða fyrir norðan og verður maður þá að spyrja sig að því hvort það sé einhver slagur um stöðu í fæðukeðjunni við Laxá? Til eru veiðiflugur sem líkja eftir t.d. mús og það eru nokkrir menn sem hafa náð góðum tökum á því að finna og setja í stóru urriðana á þessar flugur.
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði