Kuldaleg veðurspá um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2011 14:59 Kuldalegt veður framundan Það verður að segjast eins og er þegar helgarspáin er skoðuð að það kemur til með að vera vetrarlegt við flesta veiðistaði á norður, vestur og austurlandi alveg fram yfir helgi. Það er spáð snjókomu og slyddu og hitinn gæti farið niður fyrir frostmark víða. Þetta gæti sett strik í reikninginn varðandi veiði enda oft lítið tökustuð þegar lofthitinn og vatnshitinn hrapar við þessar aðstæður, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er spá sem nær yfir nokkra daga. En fyrir þá sem eiga bókuð leyfi þá þarf maður bara að haga segli eftir vindum. Veiða dýpra, stækka agnið og fara hægar yfir staðina. Veiðivísir veit þó af nokkrum vöskum mönnum sem fara austur fyrir fjall til veiða, þ.á.m. Tungulæk, Steinsmýrarvötn og víðar og þeir gætu gert fína veiði þar sem veðrið verður líklega skaplegast á þessum svæðum. Annars er þessi maímánuður búinn að vera kaldur og frekar erfiður til veiða. En við veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari og verðum bara ð vona að þessu fylgi betri tíð þegar þessu hreti lýkur. Það eru um 2 vikur í að fyrstu laxveiðiárnar opni og menn hljóta að vonast eftir einhverjum hlýindum því það er fátt eins þreytandi og að draga inn flugulínuna með ullarvettlingum. Stangveiði Mest lesið 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði
Það verður að segjast eins og er þegar helgarspáin er skoðuð að það kemur til með að vera vetrarlegt við flesta veiðistaði á norður, vestur og austurlandi alveg fram yfir helgi. Það er spáð snjókomu og slyddu og hitinn gæti farið niður fyrir frostmark víða. Þetta gæti sett strik í reikninginn varðandi veiði enda oft lítið tökustuð þegar lofthitinn og vatnshitinn hrapar við þessar aðstæður, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er spá sem nær yfir nokkra daga. En fyrir þá sem eiga bókuð leyfi þá þarf maður bara að haga segli eftir vindum. Veiða dýpra, stækka agnið og fara hægar yfir staðina. Veiðivísir veit þó af nokkrum vöskum mönnum sem fara austur fyrir fjall til veiða, þ.á.m. Tungulæk, Steinsmýrarvötn og víðar og þeir gætu gert fína veiði þar sem veðrið verður líklega skaplegast á þessum svæðum. Annars er þessi maímánuður búinn að vera kaldur og frekar erfiður til veiða. En við veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari og verðum bara ð vona að þessu fylgi betri tíð þegar þessu hreti lýkur. Það eru um 2 vikur í að fyrstu laxveiðiárnar opni og menn hljóta að vonast eftir einhverjum hlýindum því það er fátt eins þreytandi og að draga inn flugulínuna með ullarvettlingum.
Stangveiði Mest lesið 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði