Innlent

Salan á Costello fer vel af stað

Einar Bárðarson ásamt Elvis Costello og Díönu Krall á góðri stundu árið 2003 þegar Krall hélt tónleika í Laugardalshöll. Einar hefur nú innreið sína aftur á tónleikamarkaðinn með því að flytja Costello til landsins
Einar Bárðarson ásamt Elvis Costello og Díönu Krall á góðri stundu árið 2003 þegar Krall hélt tónleika í Laugardalshöll. Einar hefur nú innreið sína aftur á tónleikamarkaðinn með því að flytja Costello til landsins
„Salan á Costello fór rosalega vel af stað," segir Jóna Björk Gunnarsdóttir, miðasölustjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Klukkan tólf á hádegi hófst miðasala á tónleika Elvis Costello sem fram fara 21. nóvember.

Miðar á tónleikana kosta allt frá 6.900 krónum og upp í 12.900 krónur, eftir því hvar í salnum fólk vill sitja. Tónleikarnir fara fram í stærsta sal Hörpu, Eldborg.

Aðspurð segir Jóna Björk enn ekki uppselt á nein svæði. Hún segist ekki vilja gefa upp nákvæma tölu yfir selda miða.

Costello er fjórði erlendi dægurtónlistarmaðurinn sem tilkynnt hefur verið um að haldi tónleika í Hörpu. Hinir eru Jamie Cullum, Cyndi Lauper og Afro Cubism.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×