Innlent

Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins.

Bjarni sagðist hafa ómældar áhyggjur af traustinu í garð ríkisstjórnarinnar. Vandi hennar sé ekki bara tilkomin af Icesave málinu heldur ástandinu í landinu almennt.

„Það eru hagsmunir þjóðarinnar að boðað verði til kosninga sem fyrst,“ sagði Bjarni. „Það mun tryggja traust á milli þings og þjóðar við lausn þess máls sem hér ér á dagskrá, en það mun ekki síður endurvekja traust á þessari mikilvægustu og valdamestu stofnun landsins. Frú forseti, ég mun leggja fram vantrauststillögu á rríkisstjórnina í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×