Innlent

Íslensk vél brotlenti á flugvellinum í Nuuk - allir farþegar ómeiddir

Dash 8 flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk á Grænlandi fyrir rúmum hálftíma síðan. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún fékk vindhnút á sig og í lendingunni gaf hjólastellið hægra megin sig og brotnaði undan vélinni. Vélin rann út af flugbrautinni og út á öryggissvæði þar sem hún stöðvaðist.

Allir farþegar eru heilir á húfi þótt þeim hafi eðli málsins samkvæmt brugðið við höggið. Þeir tóku síðan handfarangur sinn og gengu frá borði að sögn Árna Gunnnarssonar framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. 31 farþegi var um borð, þrír í áhöfn. Málið fer nú í rannsókn að sögn Árna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×