Viðskipti innlent

Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði

Arion Banki.
Arion Banki.
Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Arion banka sem var gefin út fyrir helgi.

Þar kemur fram að heildarlaunakostnaður aðalstjórnanda bankans eru 109 milljónir króna árið 2010. Árið áður var sami kostnaður 80,1 milljón króna. Því eru stjórnendur núna með 37 prósent hærri laun en árið áður.

Fram kemur í skýrslunni að laun stjórnendanna hafi verið ákvörðuð af stjórn bankans í janúar á síðasta ári. Þá var þessi ríflega hækkun samþykkt.

Höskuldur tók við starfi bankastjóra um mitt síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×