Veiði lokið í Veiðivötnum 6. september 2011 11:08 Mynd af www.ust.is Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum. Meðalþyngd allra fiska úr Veiðivötnum var 1,79 pd sem er mjög gott. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna álíka meðalþyngd. Hæst var meðalþyngdin í Ónefndavatni, 3,58 pd. og úr Grænavatni, 3,18 pd. og þar veiddist einnig þyngsti fiskurinn, 12,6 pd. í síðustu vikunni. Meðalþyngd í Litlasjó var 2,82 pd. Fréttin er af vefnum www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði
Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum. Meðalþyngd allra fiska úr Veiðivötnum var 1,79 pd sem er mjög gott. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna álíka meðalþyngd. Hæst var meðalþyngdin í Ónefndavatni, 3,58 pd. og úr Grænavatni, 3,18 pd. og þar veiddist einnig þyngsti fiskurinn, 12,6 pd. í síðustu vikunni. Meðalþyngd í Litlasjó var 2,82 pd. Fréttin er af vefnum www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði