Handbolti

Rambo skaut Þjóðverja í kaf

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar
Rambo skorar hér eitt sjö marka sinna í leiknum. Mynd/AFP
Rambo skorar hér eitt sjö marka sinna í leiknum. Mynd/AFP

Maðurinn með flottasta nafnið á HM, Christoffer Rambo, sló heldur betur í gegn í dag þegar hann skaut Þjóðverja á bólakaf í dag.

Norskir fjölmiðlar héldu vart vatni yfir frammistöðu þessarar 21 árs gömlu skyttu og tóku allir viðtal við hann eftir leikinn. Rambo veitti öll viðtöl með bros á vör.

"Þetta var virkilega skemmtilegt og góður sigur," sagði Rambo en hann var hógvær og vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu en hann skoraði sjö mörk í leiknum.

"Ég veit nú ekk hvort ég var frábær. Ég skoraði nokkur mörk og er sáttur," sagði Rambo sem valinn var maður leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×