Handbolti

Í beinni: Spánn - Ungverjaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Íslands og Spánar í gær.
Úr leik Íslands og Spánar í gær. Mynd/Valli

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Spánar og Ungverjalands á HM í handbolta.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Spánn - Ungverjaland.



Leikurinn hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir framhald Íslands í keppninni. Spænskur sigur í dag tryggir að Ísland er öruggt með þriðja sæti milliriðils 1 og þar með þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2012.

Liðin sem verða í þriðja sæti milliriðlanna tveggja munu mætast í leik um fimmta sætið mótsins en liðin í 2.-7. sæti fá sæti í áðurnefndri undankeppni.

Ef Ungverjar ná hins vegar stigi í þessum leik verður að Ísland að ná jafn góðum árangri gegn heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands í kvöld.

Íslendingar munu því fylgjast vel með gangi þessa leiks og ljóst að stuðningsmenn íslenska landsliðsins munu styðja það spænska í kvöld.

Úrslit, staða og næstu leikir .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×