Veiðin að glæðast í vötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2011 12:05 Mynd: www.veidikortid.is Veiðin hefur verið að aukast í vötnum landsins með hækkandi lofthita. Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Fyrir ykkur sem ætlið að kíkja upp í Kleifarvatn fylgir ein góð ábending sem er vænleg til árangurs. Ekki stoppa of lengi á hverjum stað, færðu þig til á klukkutímafresti því fiskurinn fer oft hratt yfir í vatninu og þú ert mun líklegri til að finna einhverja litla torfu ef þú leitar. Það virðist vera nokkuð mikið af fiski í vatninu þannig að þarna eiga allir tækifæri á að gera góða veiði. Meira á www.veidikortid.is Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði
Veiðin hefur verið að aukast í vötnum landsins með hækkandi lofthita. Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Fyrir ykkur sem ætlið að kíkja upp í Kleifarvatn fylgir ein góð ábending sem er vænleg til árangurs. Ekki stoppa of lengi á hverjum stað, færðu þig til á klukkutímafresti því fiskurinn fer oft hratt yfir í vatninu og þú ert mun líklegri til að finna einhverja litla torfu ef þú leitar. Það virðist vera nokkuð mikið af fiski í vatninu þannig að þarna eiga allir tækifæri á að gera góða veiði. Meira á www.veidikortid.is
Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði