Viðskipti innlent

Styrkir ESB á við tekjur ríkissjóðs

Evrópusambandið styrkti sjávarútveg aðildarríkja sambandsins um 530 milljarða íslenskra króna árið 2009. Slíkar niðurgreiðslur eru hvergi hærri en í ESB, Japan og Kína og eru áþekk og tekjur íslenska ríkisins árið 2011.

Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna Oceana sem kynnt var fyrir nokkru og er greint frá í sjávarútvegsblaðinu Fiskaren fyrr í þessum mánuði.

Í umræddri skýrslu Oceana kemur fram að þrettán aðildarríki ESB fengu árið 2009 niðurgreiðslur sem námu hærri upphæð en nam aflaverðmæti viðkomandi ríkja. Niðurgreiðslurnar eru meðal annars til endurnýjunar skipa og niðurgreiðslu á olíu. Ríflega 40 prósent styrkja ESB runnu til fyrirtækja á Spáni, í Frakklandi og Danmörku.

Samkvæmt skýrslunni er fiskveiðifloti ESB-landanna allt of stór. Meirihluti fiskistofna innan lögsögu ríkjanna er ofveiddur og mikið tap er á atvinnugreininni.
- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×