Hagkerfi í ESB að ná sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2010 11:38 Hagkerfið í Evrópu er óðum að ná sér. Mynd/ afp. Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni. Þar kemur fram að samkvæmt Eurostat var hagvöxtur á evrusvæðinu og í öllum 27 aðildarríkjum ESB 1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár og er það í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta er mesti vöxtur sem sést hefur á milli fjórðunga í 3 ár og mun meiri vöxtur en í hinum stóru hagkerfunum fyrir sama tímabil. Þannig var 0,4% hagvöxtur á milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs í Bandaríkjunum og 0,1% hagvöxtur fyrir sama tímabil í Japan. Hagvöxtur á milli annars fjórðungs þessa árs og sama fjórðungs árið 2009 mældist 1,9% fyrir bæði Evrusvæðið og öll aðildarríki ESB. Þetta er meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir í bráðabirgðatölum Eurostat. Þá voru tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrri fjórðungi uppfærðar til betri vegar og mælist hann nú 0,3% og 0,8% sé miðað við annan ársfjórðung fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að hagvöxt á evrusvæðinu megi meðal annars rekja til viðsnúnings í Þýskalandi, en landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum ársfjórðungi frá fyrri fjórðungi og hefur ekki aukist jafn mikið í áratugi. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni. Þar kemur fram að samkvæmt Eurostat var hagvöxtur á evrusvæðinu og í öllum 27 aðildarríkjum ESB 1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár og er það í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta er mesti vöxtur sem sést hefur á milli fjórðunga í 3 ár og mun meiri vöxtur en í hinum stóru hagkerfunum fyrir sama tímabil. Þannig var 0,4% hagvöxtur á milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs í Bandaríkjunum og 0,1% hagvöxtur fyrir sama tímabil í Japan. Hagvöxtur á milli annars fjórðungs þessa árs og sama fjórðungs árið 2009 mældist 1,9% fyrir bæði Evrusvæðið og öll aðildarríki ESB. Þetta er meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir í bráðabirgðatölum Eurostat. Þá voru tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrri fjórðungi uppfærðar til betri vegar og mælist hann nú 0,3% og 0,8% sé miðað við annan ársfjórðung fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að hagvöxt á evrusvæðinu megi meðal annars rekja til viðsnúnings í Þýskalandi, en landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum ársfjórðungi frá fyrri fjórðungi og hefur ekki aukist jafn mikið í áratugi.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira