Erlent

Páfinn tekur smokka í sátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedict XVI páfi segir að notkun smokka geti verið réttlætanleg ef markmiðið sé að draga úr líkum á HIV smiti. Mynd/ AFP.
Benedict XVI páfi segir að notkun smokka geti verið réttlætanleg ef markmiðið sé að draga úr líkum á HIV smiti. Mynd/ AFP.
Benedikt XVI páfi segir að notkun smokka sé í sumum tilfellum réttlætanleg, einkum ef tilgangurinn er að draga úr líkum á HIV smiti. Þetta kemur fram í nýrri bók um páfan sem norska blaðið Aftenposten vísar til.

Benedikt páfi sagði í mars 2009 að smokkar hjálpuðu ekki til í baráttunni gegn alnæmifaraldrinum, heldur gerðu aðstæður verri í Afríkuríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur.

Þrátt fyrir að afstaða páfans virðist hafa breyst síðan þá telur hann enn að almenn notkun smokka sé hvorki siðleg né rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×