Innlent

Borg og sveit eru systur

Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaþingsfulltrúi, segir það ekki áhyggjuefni þótt 101 Reykjavík eigi fleiri fulltrúa á þinginu en landsbyggðin. 25 fulltrúar voru kosnir um síðustu helgi til setu á stjórnlagaþingi. Nýkjörnir stjórnlagaþingsfulltrúar funduðu með stjórnlaga- og undirbúningsnefnd á Grand Hóteli í dag en það hefur gagnrýnt að landsbyggðin skuli einungis eiga þrjá fulltrúa á þinginu.

Fimm stjórnalagþingsfulltrúar koma úr 101 Reykjavík og fjórir úr Vesturbæ. Fimm koma úr öðrum hverfum borgarinnar og alls á því Reykjavík 14 fulltrúa á þinginu. Þrír koma úr Kópavogi, þrír úr Garðabæ, einn frá Hafnarfirði og einn er búsettur á Álftanesi. Landsbyggðin á hins vegar aðeins þrjá fulltrúa sem allir eru búsettir á Norðausturlandi.

„Þetta eru bara þær niðurstöður sem komu út úr kosningum. Það fer kannski eftir því hvernig er talið hverjir eru úr landsbyggðinni. Sjálfur starfa ég á Vesturlandi, Er ég þá úr landsbyggðinni eða Reykjavík," spyr Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnlagaþingsfulltrúi.

Þorvaldur egir að borg og sveit séu systur og að að góðum systrum semji vel. „Þjóðfundurinn vill að landið sé eitt kjördæmi. Skoðanakannair benda til hins sama. Það er þung undiralda í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að jafna atkvæðisréttinn og sú skoðun hefur náð inn á stjórnlagaþingið og ég reikna með því að hún verði ofaná en þetta munum við auðvitað ræða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×