Innlent

Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu

Samkvæmt heimildunum mun vera nokkuð breið samstaða um þessa tillögu meðal Sjálfstæðismanna en mikið hefur verið fundað í þeirra hópi fyrir fundinn sem er að hefjast.
Samkvæmt heimildunum mun vera nokkuð breið samstaða um þessa tillögu meðal Sjálfstæðismanna en mikið hefur verið fundað í þeirra hópi fyrir fundinn sem er að hefjast.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Samkvæmt heimildunum mun vera nokkuð breið samstaða um þessa tillögu meðal Sjálfstæðismanna en mikið hefur verið fundað í þeirra hópi fyrir fundinn sem er að hefjast. Bent er á að Kristján Þór hafi fengið ágæta kosningu á síðasta landsfundi flokksins þar sem hann bauð sig fram til formanns á móti Bjarna Benediktssyni.

Flokksráðið er næstæðsta stofnun Sjálfstæðisflokksins og ráðandi um málefni hans milli landsfunda. Fundurinn er haldinn í Stapa í Reykjanesbæ.

Eins og komið hefur fram í fréttum er Þorgerður Katrín undir miklum þrýstingi um að láta af störfum sem þingmaður og segja jafnframt af sér sem varaformaður flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×