Erlent

Hraðbátur Sea Sheperd er sokkinn

Japanska skipið sneiddi framan af stefni bátsins.
Japanska skipið sneiddi framan af stefni bátsins.

Hraðbátur Sea Sheperd samtakanna sem lenti í árekstri við eftirlitsskip á vegum japanskra hvalveiðimanna á dögunum er sokkinn. Báturinn, sem er mjög hraðskreiður og vel tækjum búinn var í togi á leið til hafnar þar sem gera átti við hann þegar línan slitnaði og báturinn sökk niður á hafsbotn.

Forsvarsmenn samtakanna segja að hvalveiðimennirnir hafi siglt á bátinn viljandi en japanarnir segja bátinn hafa beygt í veg fyrir eftirlitsskipið. Sex voru um borð þegar áreksturinn varð en þeim varð ekki meint af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×