Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft 2. júní 2010 06:00 Roubini varð þekktur þegar spá hans um ofhitnun á bandarískum fasteignamarkaði, verðhrun og kreppu frá 2006 gekk eftir. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins. Roubini, sem heimskunnur er fyrir varnaðarorð og svartsýnis-spár um þróun efnahagsmála á heimsvísu, sagði á ráðstefnu í Sao Paolo í fyrradag gengishrunið koma illa við brasilískan útflutning og skaða samkeppnishæfni landsins. „Ef gjaldeyrishöft eru notuð skynsamlega má koma í veg fyrir frekara tjón," hefur breska dagblaðið Financial Times eftir honum. Fleira þarf að laga til í brasilísku efnahagslífi og draga úr hitanum í hagkerfinu. Þá sýndi sig að þótt draga megi úr útgjöldum hins opinbera megi ekki draga lappirnar í menntamálum. Það muni skila sér síðar. Fjármálayfirvöld í Brasilíu lögðu tveggja prósenta skatt á erlent fjármagn í október í fyrra til að stemma stigu við innflæði á erlendu fjármagni en fjárfestar hafa séð hag í því að festa fé sitt í landinu og ávaxta það í skugga hárra stýrivaxta. - jab Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins. Roubini, sem heimskunnur er fyrir varnaðarorð og svartsýnis-spár um þróun efnahagsmála á heimsvísu, sagði á ráðstefnu í Sao Paolo í fyrradag gengishrunið koma illa við brasilískan útflutning og skaða samkeppnishæfni landsins. „Ef gjaldeyrishöft eru notuð skynsamlega má koma í veg fyrir frekara tjón," hefur breska dagblaðið Financial Times eftir honum. Fleira þarf að laga til í brasilísku efnahagslífi og draga úr hitanum í hagkerfinu. Þá sýndi sig að þótt draga megi úr útgjöldum hins opinbera megi ekki draga lappirnar í menntamálum. Það muni skila sér síðar. Fjármálayfirvöld í Brasilíu lögðu tveggja prósenta skatt á erlent fjármagn í október í fyrra til að stemma stigu við innflæði á erlendu fjármagni en fjárfestar hafa séð hag í því að festa fé sitt í landinu og ávaxta það í skugga hárra stýrivaxta. - jab
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira