Innlent

Hefðum viljað fá þetta öðruvísi en í gegnum norska fjölmiðla

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnar yfirlýsingu varnarmálaráðherra Bretlands um að breska ríkisstjórnin hafi gengið of langt þegar hún beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Hann segist þó gjarnan vilja fá þessa afsökunarbeiðni beint frá Bretum.

Norska dagblaðið Aftenposten birti í gær viðtal við Liam Fox, varnarmálaráðherra, Bretlands en fyrirsögn viðtalsins er "biður Ísland afsökunar".

Blaðið rifjar upp þegar Bretar settu hryðjuverkalög á ísland í október 2008.

Í viðtalinu segir Fox að framkoma ríkisstjórnar verkamannaflokksins í garð Íslands í fjármálakreppunni hafi ekki verið beinlínis fínleg.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnar þessari yfirlýsingu.

„Það er ágætt að þeir séu farnir að horfast í augu við það að þetta var ólíðandi framkoma sem við sættum þarna - er ekki þörf á því að þeir biðji opinberlega íslensk stjórnvöld afsökunar? Auðvitað hefðum við ekki á móti því að þeir gerðu það og gjarnan fá þetta með öðrum hætti en í gegnum norska fjölmiðla, en þetta sýnir þó að stjórnvöld, núverandi stjórnvöld í Bretlandi átta sig á því að þetta var ekki góð framkoma," segir Steingrímur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×