Mikil aukning virðist hafa orðið á verslun á Internetinu fyrir jólin víðs vegar um heiminn. Þetta á við um Ástralíu, Evrópu, Asíu og Bandaríkin, að því er fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk.
Á tímabilinu 31. október til 22. desember keyptu Bandaríkjamenn vörur á Netinu fyrir rúma 36 milljarða dala. Þetta er aukning um 15% frá því í fyrra og búist er við því að aukningin verði enn meiri á næsta ári. Í Evrópu virðast Internetviðskipti hafa aukist um 24% frá því í fyrra.
Sérfræðingar telja að það sé einkum aukin kostnaðarvitund sem fái fólk til að versla á Netinu. Fólk á auðveldara með að gera verðsamanburð á Netinu en annarsstaðar. Þá sleppi menn við að bíða í röðum ef þeir versla á Netinu.
Meira keypt á Netinu en áður
