Viðskipti innlent

Tchenquiz bræður með 440 milljarða kröfu í Kaupþing

Á kröfulista Kaupþings kemur fram að sjóðurinn Investec Trust Limited á Guernsey gerir 127 milljarða króna skaðabótakröfu í þrotabúið og sjóður að nafni Euro Investments Overseas á Tortóla gerir skaðabótakröfu upp á 317 milljarða króna. Heimildir fréttastofu herma að sjóðirnir séu í eigu bræðranna Robert og Vincent Tchenguiz. Samtals nema kröfur þeirra yfir 440 milljörðum króna.

Robert Tchenguiz var einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings og náinn viðskiptafélagi eigenda bankans. Hann átti hlut í Existu og sat í stjórn þess félags, en Exista var stærsti eigandi Kaupþings.

Þá voru Tchenguiz bræður meðal stærstu lántakenda fallna bankans en þeir fengu samtals rúmlega tvö hundruð og áttatíu milljarða í lán frá Kaupþingi samkvæmt lánabók bankans.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×