Viðskipti innlent

Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum

Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum.

Ólafur Einarsson lögfræðingur hjá ESA segir að málsmeðferðin gæti hugsanlega endað með því að ESA vísi málinu til EFTA dómstólsins.

„Fari svo að íslensk stjórnvöld svari áminningarbréfinu á þann hátt að ESA telji svarið fullnægjandi nær málið ekki lengra," segir Ólafur og það eigi einnig við ef samningar nást við Breta og Hollendinga.

Ef svar íslenskra stjórnvalda er ekki fullnægjandi að mati ESA er næsta skref í málinu að ESA gefur út svokallað rökstutt álit. Íslensk stjórnvöld fá síðan frest til að svara því. Á sama hátt og með áminningarbréfið metur ESA hvort svarið við hinu rökstudda áliti sé fullnægjandi eða ekki.

„Sé svarið metið ófullnægjandi getur ESA vísað málinu til EFTA dómstólsins," segir Ólafur.






Tengdar fréttir

Íslandi ber að greiða Icesave

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af

Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu

Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×