Innlent

Eldur í heimahúsi í Hafnarfirði

Eldur kom upp í eldhúsi á Hverfisgötu 52 í Hafnarfirði nú á tíunda tímanum. Fólk sem var í húsinu forðaði sér út áður en slökkvilið kom á vettvang sem slökkti eldinn skjótt. Um frekar lítinn eld var að ræða en mikill reykur fór um alla íbúðina en húsið er tvíbýlishús. Þrír einstaklingar eru nú í skoðun hjá læknum en engum varð sérstaklega meint af að sögn slökkviliðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×