Viðskipti innlent

Skuldatrygginarálag ríkissjóðs hækkaði strax

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hækkaði strax eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti ákvörðun sína í Icesave málinu. Álagið stóð í 411 punktum við lok markaða í gærdag en er nú komið í rúma 428 punkta og er á uppleið.

Þetta kemur fram á vefsíðu Credit Market Analysis (CMA). Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni í dag er mjög líklegt að matsfyrirtæki lækki lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í kjölfar ákvörðunar forsetans. Við það má búast við að skuldatryggingarálagið rjúki upp í þær hæðir sem það var í á fyrrihluta síðasta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×