Innlent

Fór yfir Steinsholtsá

Klemenz Klemenzson skálavörður tók þessa mynd við Krossá í gær.
Klemenz Klemenzson skálavörður tók þessa mynd við Krossá í gær. MYND/Klemenz

Fyrsti breytti torfærujeppinn komst yfir Steinsholtsá á Þórsmerkurleið á tíunda tímanum í morgun, en áin verður ófær óbreyttum jeppum eitthvað fram yfir hádegi, að minnsta kosti, að sögn kunnugra.

Það er líka farið að sjatna í Krossá, en hún er aðeins fær allra öflugustu bílum. Um það bil 130 manns eru innlyksa í Þórsmörk, þar af 40 í Básum, 50 í Langadal og 40 í Húsadal.

Vegurinn í grennd við Steinsholtsá er hrofinn á hátt í kílómetrs kafla og er þar stórgrýtt og illfært yfirferðar, þannig að heimferðin mun sækjast hægt á þeim slóðum.

Að sögn skálavarðar í Húsadal hafa allir fengið nóg að borða, þótt nestið hafi veri upp urið, því varamatarbyrgðir voru í skálunum. Fólk reyndi að gera sem best úr töfinni í gærkvöldi með ýmiskonar heimatilbúnum uppákomum, að sögn skálavarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×