Viðskipti innlent

ESA rannsakar ríkisaðstoð vegna peningamarkaðssjóðanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eftirlitsstofnun EFTA hóf í dag rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á peningamarkaðssjóðunum hafi verið ólögleg. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsstofnunarinnar, ESA, í dag.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum ákváðu stjórnvöld skömmu eftir bankahrun að nýju bankarnir þrír keyptu út verðlaus skuldabréf úr peningamarkaðssjóðum föllnu bankanna þriggja. Engin heimild var í neyðarlögunum, sem sett voru í byrjun október, fyrir aðkomu ríkisins að uppgjöri þeirra.

ESA segir að viðskiptin hafi numið allt að því 70 milljörðum íslenskra króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×