Innlent

Móri gaf sig fram til lögreglu

Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra.

Móri og Erpur hafa átt í illdeilum í fjölmiðlum síðustu daga og ætluðu að jafna sakirnar í útvarpsþættinum Harmageddon sem er á X-inu 977.

Þegar Móri kom á vettvang var hann vopnaður hnífi og rafbyssu. Þá var hann einnig með hund af Dobermankyni.

Móri virðist hafa lagt til Erps með hnífnum en hann náði að verjast með skúringamoppu. Þá náði Frosti, sem er annar umsjónarmanna Harmageddon, að koma í veg fyrir að ekki fór verr.

Málið er í rannsókn að sögn lögreglunnar.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Tengdar fréttir

Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar

„Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi.

Móri reyndi að stinga Erp

Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×