Viðskipti innlent

Fasteignalánin voru „tómt rugl“

Sigurjón Þ. Árnason
Sigurjón Þ. Árnason
Fasteignalán bankanna voru „tómt rugl" að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taumana.

„En hvað áttirðu að gera?" segir Sigurjón. „Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læstur næstu 40 ár. Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vit­leysuna líka. Og ég var alltaf hissa á að Moody's sögðu ekki við mann: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn." - bs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×