Innlent

Ræðir um hindurvitni og hnignun skynseminnar

James Randi heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands annað kvöld.
James Randi heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands annað kvöld.
„James er þekktur fyrir að afhjúpa miðla og svikahrappa. Í erindi sínu mun hann fjalla um hindurvitni og hnignun skynseminnar," segir Sigurður Hólm Gunnarsson hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, um heimsókn Bandaríkjamannsins James Randi til Íslands.

„Óþarfi er að kynna James Randi fyrir alvöru efasemdarmönnum en hann hefur um áratuga skeið verið leiðandi í Bandaríkjunum í að fletta ofan af svikahröppum og falsmiðlum," segir á vef Siðmenntar.

Randi hefur skrifað fjölda bóka um kukl og hindurvitni. Hann heldur fyrirlestur um sinn í boði Vantrúar og Siðmenntar annað kvöld á Háskólatorgi, sal 105 klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×