Innlent

Ekkert KFC á Akureyri í bráð

Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féll frá tillögu að nýju deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit.

Akureyrarbær ákvað í maí að auglýsa tillögu að nýju skipulagi fyrir reitinn, sem er í miðbæ Akureyrar. Til stóð að byggja þar meðal annars veitingastaðinn KFC. Tæpar 2.000 undirskriftir söfnuðust til mótmæla og segir Helgi Snæbjarnarson, formaður skipulagsnefndar, að fallið hafi verið frá tillögunni meðal annars vegna þess.

„Við fengum þetta skipulag í arf frá fyrri meirihluta og viljum nú fá mun heildstæðari mynd á sjálfan reitinn," segir Helgi. Ekki hefur verið ákveðið hvernig skipulagi reitsins skuli háttað. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×