Innlent

Hékk utan í þyrlu og bjargaði tækjum frá Veðurstofunni úr flóðinu

Haraldur Ási Lárusson tökumaður hjá Kukli  fór í ævintýralega þyrluferð í dag þegar hann var að mynda hamfarirnar í Markarfljóti.
Haraldur Ási Lárusson tökumaður hjá Kukli fór í ævintýralega þyrluferð í dag þegar hann var að mynda hamfarirnar í Markarfljóti. Mynd/Símon Birgisson

Haraldur Ási Lárusson tökumaður hjá Kukli fór í ævintýralega þyrluferð í dag þegar hann var að mynda hamfarirnar í Markarfljóti.

Á leiðinni til baka kom Haraldur auga á gulan kassa sem lá í aurnum sem rann niður árfarveginn. Hann beið ekki boðanna heldur skellti sér út og kippti kassanum upp á meðan hann hékk í þyrlunni sem sveif rétt yfir eðjuflaumnum.



"Þetta var svakalegt," segir Haraldur sem líkt og áhættuleikari í Hollywood fiskaði gulan kassan upp úr aurnum. Haraldur segist ekki hafa verið í mikilli hættu en kassinn innihélt GPS mælitæki frá Veðurstofunni.

Haft var samband við Veðurstofuna sem var fundinum fegin og hugðist láta sækja tækið eins fljótt og auðið er.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×