Viðskipti innlent

Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka

Friðrik Sophusson hefur verið skipaður formaður stjórnar Íslandsbanka en það var tilkynnt fyrir stundu. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, verður einnig í stjórn bankans.

Marta Eiríksdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður, hefur einnig verið skipuð í stjórn. Aðrir stjórnarmenn eru Marianne Økland, John Mack, Raymond Quinlan og Neil Brown.

Friðrik er fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar. Hann var áður fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Laun stjórnarformannsins eru 525 þúsund krónur á mánuði. Laun venjulegra stjórnarmanna eru 350 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×