Viðskipti innlent

Skammstöfunin BG ávísun á viðskiptalegt afhroð

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Skammstöfunin BG virðist hafa farið verr út úr hruninu heldur flestar aðrar. Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota, sömuleiðis Baugur Group og Baldur Guðlaugsson er grunaður um hundruð milljóna innherjasvik.

Björgólfur Guðmundsson var einn umsvifamesti viðskiptajöfur Íslands áður en hann varð gjaldþrota um mitt síðasta ár. Gjaldþrotið var upp á eitt hundrað milljarða.

Baugur Group átti orðið hálft Oxford-stræti í London. Í mars 2009 varð félagið gjaldþrota. Kröfur í búið voru upp á 319 milljarða en eignir töluvert minni.

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir tæpar 200 milljónir korteri fyrir hrun. Gróðinn hefur verið kyrrsettur á meðan Baldur sætir rannsókn sérstaks saksóknara vegna gruns um innherjasvik.

Af þessari upptalningu má sjá að það kunni ekki góðri lukku að stýra að vera með BG sem upphafsstafi, að minnsta kosti ekki í viðskiptum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×