Viðskipti innlent

Stöðu Pálma breytt á vefsíðu slitastjórnar Glitnis

Búið er að breyta stöðu Pálma Haraldssonar úr stjórnarmaður í Glitni yfir í varaformaður stjórnar FL Group á vefsíðu slitastjórnar Glitnis.

Eins og kunnugt er af fréttum ætlaði Pálmi í mál við formann slitastjórnar vegna þess að hann var titlaður „áður stjórnarmaður í Glitni" í fréttatilkynningunni sem send var í nótt.

Tekið skal fram að í stefnunni sjálfri sem lögð var fram á hálfu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstól í New York er Pálmi titlaður sem áður varaformaður stjórnar FL Group og stjórnarformaður Fons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×