Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2010 18:45 Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira