Lýðræðissjóðir? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. mars 2010 06:00 Þótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun. Í Fréttablaðinu var jafnframt fjallað um kröfur, sem heyrzt hafa í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár og áratugi, um að vali í stjórnir sjóðanna verði breytt og sjóðfélögunum sjálfum leyft að kjósa þær á aðalfundum. Það á reyndar við í örfáum, litlum sjóðum. Almenna reglan er hins vegar sú að verkalýðsforingjar og fulltrúar atvinnurekenda skipta stjórnarsætum í lífeyrissjóðunum á milli sín í huggulegheitum. Kröfur um breytingar hafa ekki fengið neinn hljómgrunn hjá forystu aðila vinnumarkaðarins, hvorki hjá vinnuveitendum né verkalýðsforystunni. Samt liggur það alveg ljóst fyrir hverjir eiga lífeyrissjóðina. Það er fólkið, sem hefur lagt hluta af launum sínum í þá. Þótt talað sé um mótframlag vinnuveitenda í sjóðina, er það auðvitað aðeins hluti af starfskjörum og eign launþegans eins og önnur laun. Atvinnurekendur og verkalýðsforysta þurfa ekki að hafa vit fyrir fólki um hvernig það fer með þessa peninga. Við þurfum ekki að hafa forystusveit aðila vinnumarkaðarins með okkur í bankann eða búðina til að hafa eftirlit með því hvernig við verzlum eða ráðstöfum sparifénu okkar. Hún þarf ekki heldur að hafa vit fyrir okkur á vettvangi lífeyrissjóðanna. Líklegasta skýringin á tregðu verkalýðs- og vinnuveitendaforystunnar til að verða við kröfum um lýðræði í lífeyrissjóðunum er að stjórnarsetan þar hefur tryggt þessum hópi bæði völd og hlunnindi. Í krafti peninga sjóðfélaganna hafa fulltrúar hans setið í stjórnum fyrirtækja og átt ýmis önnur ítök í viðskiptalífinu. Þátttaka þeirra í ákvörðunum þar hefur samt ekki verið tóm snilld, eins og dæmin sanna. Nú hafa þingmenn úr þremur flokkum lagt fram frumvarp á þingi, þar sem lagt er til að tekið verði upp lýðræði í lífeyrissjóðunum. Stjórnir þeirra verði kosnar á ársfundi af sjóðfélögunum. Atvinnurekendum yrði samkvæmt frumvarpinu heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu, en þeir mættu þó ekki vera í meirihluta í stjórninni, eðli málsins samkvæmt. Full ástæða er til að þetta frumvarp fái umræðu og skoðun. Krafan um aukið lýðræði er sterk í samfélaginu og það er eðlilegt að hún komi fram á vettvangi lífeyrissjóðanna eins og annars staðar. Ef sjóðfélagar velja sjálfir fólkið, sem tekur ákvarðanir um hvernig fé þeirra er ávaxtað, má gera ráð fyrir að meiri endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna. Það gæti jafnvel hugsazt að kynjahlutföllin í stjórnunum jöfnuðust, en nú er aðeins um þriðjungur stjórnarmanna í stóru sjóðunum konur. Kjarni málsins er þessi: Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga þá og eiga að ráða því hvernig þeim er stjórnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Þótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun. Í Fréttablaðinu var jafnframt fjallað um kröfur, sem heyrzt hafa í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár og áratugi, um að vali í stjórnir sjóðanna verði breytt og sjóðfélögunum sjálfum leyft að kjósa þær á aðalfundum. Það á reyndar við í örfáum, litlum sjóðum. Almenna reglan er hins vegar sú að verkalýðsforingjar og fulltrúar atvinnurekenda skipta stjórnarsætum í lífeyrissjóðunum á milli sín í huggulegheitum. Kröfur um breytingar hafa ekki fengið neinn hljómgrunn hjá forystu aðila vinnumarkaðarins, hvorki hjá vinnuveitendum né verkalýðsforystunni. Samt liggur það alveg ljóst fyrir hverjir eiga lífeyrissjóðina. Það er fólkið, sem hefur lagt hluta af launum sínum í þá. Þótt talað sé um mótframlag vinnuveitenda í sjóðina, er það auðvitað aðeins hluti af starfskjörum og eign launþegans eins og önnur laun. Atvinnurekendur og verkalýðsforysta þurfa ekki að hafa vit fyrir fólki um hvernig það fer með þessa peninga. Við þurfum ekki að hafa forystusveit aðila vinnumarkaðarins með okkur í bankann eða búðina til að hafa eftirlit með því hvernig við verzlum eða ráðstöfum sparifénu okkar. Hún þarf ekki heldur að hafa vit fyrir okkur á vettvangi lífeyrissjóðanna. Líklegasta skýringin á tregðu verkalýðs- og vinnuveitendaforystunnar til að verða við kröfum um lýðræði í lífeyrissjóðunum er að stjórnarsetan þar hefur tryggt þessum hópi bæði völd og hlunnindi. Í krafti peninga sjóðfélaganna hafa fulltrúar hans setið í stjórnum fyrirtækja og átt ýmis önnur ítök í viðskiptalífinu. Þátttaka þeirra í ákvörðunum þar hefur samt ekki verið tóm snilld, eins og dæmin sanna. Nú hafa þingmenn úr þremur flokkum lagt fram frumvarp á þingi, þar sem lagt er til að tekið verði upp lýðræði í lífeyrissjóðunum. Stjórnir þeirra verði kosnar á ársfundi af sjóðfélögunum. Atvinnurekendum yrði samkvæmt frumvarpinu heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu, en þeir mættu þó ekki vera í meirihluta í stjórninni, eðli málsins samkvæmt. Full ástæða er til að þetta frumvarp fái umræðu og skoðun. Krafan um aukið lýðræði er sterk í samfélaginu og það er eðlilegt að hún komi fram á vettvangi lífeyrissjóðanna eins og annars staðar. Ef sjóðfélagar velja sjálfir fólkið, sem tekur ákvarðanir um hvernig fé þeirra er ávaxtað, má gera ráð fyrir að meiri endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna. Það gæti jafnvel hugsazt að kynjahlutföllin í stjórnunum jöfnuðust, en nú er aðeins um þriðjungur stjórnarmanna í stóru sjóðunum konur. Kjarni málsins er þessi: Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga þá og eiga að ráða því hvernig þeim er stjórnað.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun