OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig 8. apríl 2010 11:07 OECD segir enn of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt yfirlitinu bendir nú flest til þess að stærsti brimskaflinn sé að baki. Fyrir því er fjöldi vísbendinga. Fjármálamarkaðir virðast nú hafa náð viðsnúningi eins og sjá má á þróun á verði hlutabréfa, og aðgangur að láns- og lausafé hefur batnað til muna frá því sem verst var.Einkaneysla hefur aukist í Bandaríkjunum og húsnæðisverð virðist hafa náð viðsnúningi í mörgum ríkjum. Væntingar hafa haldið áfram að vænkast víðast hvar. Atvinnuleysi hefur að öllum líkindum náð hápunkti í flestum aðildarríkjum OECD og í raun hefur atvinnuleysi víða aukist minna en búist var við í fyrstu. OECD lönd hafa notið góðs af viðskiptum við nýmarkaðsríki sem hafa verið í örum vexti á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Þetta hefur gert áhrif kreppunnar mýkri en ella. Hagkerfi flestra OECD ríkjanna virðast hafa hrokkið í gang á síðasta ársfjórðungi 2009 að evrusvæðinu undanskildu. OECD spáir því að batinn muni svo hægja á sér á fyrri helmingi þessa árs. Býst stofnunin við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2,4% á fyrsta ársfjórðungi þessar árs og 2,3% á öðrum ársfjórðungi. Hagkerfi Japan mun vaxa um 1,1% á fyrsta ársfjórðungi og um 2,3 á öðrum fjórðungi. Í þremur stærstu hagkerfum evrusvæðisins verður 0,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi og 1,9% vöxtur á öðrum fjórðungi.Enn er þó of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Batinn er enn tvísýnn og afar viðkvæmur fyrir öllum breytingum á ytri aðstæðum. Senn líður að úrslitastund en óvíst er hvernig sjúklingnum mun reiða af þegar áhrifin af rándýrum aðgerðapökkum stjórnvalda munu þynnast út.OECD tekur þar með í sama streng og AGS og varar eindregið við því að of harkalega verði farið í að vinda ofan af aðgerðaráætlunum stjórnvalda og seðlabanka. Aðgerðapakkarnir hafa kostað sitt og kreppan skilur ríkisfjármál margra ríkja eftir í djúpum sárum. Þannig hafa opinberar skuldir aukist gríðarlega sem er mikið áhyggjuefni. Til að mynda hafa ríkisfjármál Spánar, Írlands, Kanada, Hollands, Ástralíu, Noregs Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar farið úr afgangi í halla á síðustu tveimur árum. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt yfirlitinu bendir nú flest til þess að stærsti brimskaflinn sé að baki. Fyrir því er fjöldi vísbendinga. Fjármálamarkaðir virðast nú hafa náð viðsnúningi eins og sjá má á þróun á verði hlutabréfa, og aðgangur að láns- og lausafé hefur batnað til muna frá því sem verst var.Einkaneysla hefur aukist í Bandaríkjunum og húsnæðisverð virðist hafa náð viðsnúningi í mörgum ríkjum. Væntingar hafa haldið áfram að vænkast víðast hvar. Atvinnuleysi hefur að öllum líkindum náð hápunkti í flestum aðildarríkjum OECD og í raun hefur atvinnuleysi víða aukist minna en búist var við í fyrstu. OECD lönd hafa notið góðs af viðskiptum við nýmarkaðsríki sem hafa verið í örum vexti á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Þetta hefur gert áhrif kreppunnar mýkri en ella. Hagkerfi flestra OECD ríkjanna virðast hafa hrokkið í gang á síðasta ársfjórðungi 2009 að evrusvæðinu undanskildu. OECD spáir því að batinn muni svo hægja á sér á fyrri helmingi þessa árs. Býst stofnunin við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2,4% á fyrsta ársfjórðungi þessar árs og 2,3% á öðrum ársfjórðungi. Hagkerfi Japan mun vaxa um 1,1% á fyrsta ársfjórðungi og um 2,3 á öðrum fjórðungi. Í þremur stærstu hagkerfum evrusvæðisins verður 0,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi og 1,9% vöxtur á öðrum fjórðungi.Enn er þó of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Batinn er enn tvísýnn og afar viðkvæmur fyrir öllum breytingum á ytri aðstæðum. Senn líður að úrslitastund en óvíst er hvernig sjúklingnum mun reiða af þegar áhrifin af rándýrum aðgerðapökkum stjórnvalda munu þynnast út.OECD tekur þar með í sama streng og AGS og varar eindregið við því að of harkalega verði farið í að vinda ofan af aðgerðaráætlunum stjórnvalda og seðlabanka. Aðgerðapakkarnir hafa kostað sitt og kreppan skilur ríkisfjármál margra ríkja eftir í djúpum sárum. Þannig hafa opinberar skuldir aukist gríðarlega sem er mikið áhyggjuefni. Til að mynda hafa ríkisfjármál Spánar, Írlands, Kanada, Hollands, Ástralíu, Noregs Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar farið úr afgangi í halla á síðustu tveimur árum.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira