Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk er haft eftir Steen Bocian aðalhagfræðingi Danske Bank að nú séu Danir að sjá fram á aukingu á nýjum atvinnutilboðum og það sé merki um að danski vinnumarkaðurinn sé farinn að taka aðeins við sér að nýju eftir kreppu undanfarinna ára.
Fjölgun starfa á vinnumarkaði eru ein fyrsta vísbendingin sem kemur um hvort land sé að ná sér upp úr kreppu.
Bocian segir að athyglisverð þróun sé að eiga sér stað á danska vinnumarkaðinum samkvæmt hinum nýju tölum. Atvinnutilboðum í einkageiranum fjölgi á meðan að atvinnutilboðum hjá hinu opinbera fækkar.