Innlent

FME fékk frest frá umboðsmanni Alþingis

Fjármálaeftirlitið svaraði ekki fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um tilmæli sem FME og Seðlabankinn gáfu út í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán áður en frestur sem umboðsmaður setti rann út í gær.

Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME, segir að umboðsmaður hafi veitt umbeðinn frest fram í næstu viku. FME hafi viljað vanda til svarsins og hafi þurft lengri tíma vegna sumarleyfa og anna. Ekki fékkst svar frá Seðlabankanum í gær um hvort Seðlabankinn hefði svarað tilmælum umboðsmanns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×