Danske Bank gekk berserksgang á írska lánamarkaðinum 17. febrúar 2010 09:56 Danske Bank setti lærdóma um góðar bankahefðir til hliðar, steig bensíngjöfina í botn og sendi útlánavöxtinn í írskum útibúum sínum upp í gegnum þakið á árunum 2006 og 2007. Útlánavöxtur bankans var verri en hjá Roskilde Bank.Þannig hefst grein á business.dk um starfsemi Danske Bank á írska lánamarkaðinn en svo virðist sem bankinn hafi algerlega tapað sér á þeim markaði. Eftir stendur í uppgjör ársins fyrir 2009 að bankinn tapaði tæpum 5 milljörðum danskra kr. á írskum eignum sínum og tapið af lánastarfseminni á Írlandi nam 50 milljörðum danskra kr. Samtals nemur tapið því tæpum 1.300 milljörðum kr.Á tímabili árin 2006- 2007 jukust útlán Danske Bank á Írlandi um 50% milli ársfjórðunga. Sama staða hjá Roskilde Bank, sem nú er gjaldþrota, á danska markaðinum á þessu tímabili leiddi til þess að sá banki komst undir nákvæmt eftirlit hjá danska fjármálaeftirlitinu sem gerði alvarlegar athugasemdir við þennan gífurlega vöxt.Útibú Danske Bank á Írlandi fengu að auka útlán sín úr 25 milljörðum danskra kr. árið 2005 og upp í 80 milljarða danskra kr. í ársbyrjun 2009 án þess að nokkrar athugasemdir væru gerðar af hálfu eftirlitsaðila, að því er segir á business.dk. Þar sem um útibú var að ræða en ekki dótturfélög heyrði eftirlitið undir danskar eftirlitsstofnanir.Bankasérfræðingurinn Bjarne Jensen hjá BJ Consult segir að staðan gæti orðið alvarleg fyrir Danske Bank. „Það er skítt að upplifa að góðum og gildum bankahefðum var hent út um gluggann," segir Jensen.Thomas Borgen bankastjóri Danske Bank vill ekki svara því hvort fjármálaeftirlitið hafi gert athugasemdir við írska starfsemi bankans árin 2006-20007. „Okkar mat á þeim tíma var að um heilbrigðan vöxt væri að ræða," segir Borgen. „Það er augljóst að við sáum ekki algert hrun írska hagkerfisins fyrir. Ef við hefðum gert það hefði vöxturinn ekki orðið svona mikill. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danske Bank setti lærdóma um góðar bankahefðir til hliðar, steig bensíngjöfina í botn og sendi útlánavöxtinn í írskum útibúum sínum upp í gegnum þakið á árunum 2006 og 2007. Útlánavöxtur bankans var verri en hjá Roskilde Bank.Þannig hefst grein á business.dk um starfsemi Danske Bank á írska lánamarkaðinn en svo virðist sem bankinn hafi algerlega tapað sér á þeim markaði. Eftir stendur í uppgjör ársins fyrir 2009 að bankinn tapaði tæpum 5 milljörðum danskra kr. á írskum eignum sínum og tapið af lánastarfseminni á Írlandi nam 50 milljörðum danskra kr. Samtals nemur tapið því tæpum 1.300 milljörðum kr.Á tímabili árin 2006- 2007 jukust útlán Danske Bank á Írlandi um 50% milli ársfjórðunga. Sama staða hjá Roskilde Bank, sem nú er gjaldþrota, á danska markaðinum á þessu tímabili leiddi til þess að sá banki komst undir nákvæmt eftirlit hjá danska fjármálaeftirlitinu sem gerði alvarlegar athugasemdir við þennan gífurlega vöxt.Útibú Danske Bank á Írlandi fengu að auka útlán sín úr 25 milljörðum danskra kr. árið 2005 og upp í 80 milljarða danskra kr. í ársbyrjun 2009 án þess að nokkrar athugasemdir væru gerðar af hálfu eftirlitsaðila, að því er segir á business.dk. Þar sem um útibú var að ræða en ekki dótturfélög heyrði eftirlitið undir danskar eftirlitsstofnanir.Bankasérfræðingurinn Bjarne Jensen hjá BJ Consult segir að staðan gæti orðið alvarleg fyrir Danske Bank. „Það er skítt að upplifa að góðum og gildum bankahefðum var hent út um gluggann," segir Jensen.Thomas Borgen bankastjóri Danske Bank vill ekki svara því hvort fjármálaeftirlitið hafi gert athugasemdir við írska starfsemi bankans árin 2006-20007. „Okkar mat á þeim tíma var að um heilbrigðan vöxt væri að ræða," segir Borgen. „Það er augljóst að við sáum ekki algert hrun írska hagkerfisins fyrir. Ef við hefðum gert það hefði vöxturinn ekki orðið svona mikill.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent