Samningurinn er gerður við The Oprah Winfrey Network (OWN) sjónvarpsstöð sem er í sameiginlegri eigu Oprah og Discovery Communcations. Það sem vekur furðu er að OWN fer ekki í loftið fyrr en á næsta ári, dagskráin er ekki tilbúin, engir áhorfendur eru til staðar enn og því ekki hægt að mæla áhorf og útbreiðslu sem yfirleitt liggja til grundvallar samningum af þessu tagi.
Í frétt um málið á sjónvarpstöðinni ABC segir að þessi samningur geti vel breytt því hvernig auglýsingaheimurinn starfar í framtíðinni og hugsanlega verði fleiri samningar gerðir á þessum nótum, það er að stórfyrirtæki fari framhjá auglýsingastofum og semji beint við þá aðila sem þeir vilja auglýsa hjá.
Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Helsti markhópur hennar eru konur á aldrinum 18 til 54 ára.
Procter & Gamble framleiða mörg af þekktustu vörumerkjum heims, þar á meðal Tampax og Pampers sem falla vel að fyrrgreindum markhóp.