Innlent

Norðurlöndin undirbúa svar

Mynd/Pjetur

Steingrímur fundaði fyrir helgi með kollegum sínum á Norðurlöndum um það hvaða áhrif tafirnar í Icesave-málinu hafa á fyrirgreiðslu þaðan.

„Það var mjög gagnlegt að taka þá rispu. Sérstaklega var ég ánægður með viðtökurnar í Noregi," segir hann. Þar hafi hann rætt við þrjá ráðherra sem hafi verið afdráttarlausir í stuðningi sínum við að lánið fengist afgreitt sem fyrst.

„Ég átti sömuleiðis góðan fund með danska fjármálaráðherranum og fannst hann vera skilningsríkur og jákvæður en embættismennirnir sem voru með honum voru tregari í taumi."

Leiðtogar Norðurlandanna hyggist tala sig saman um málið og veita svör í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×