Innlent

Meirihlutaviðræður langt komnar í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, lista Kópavogsbúa og Næsta besta flokksins í Kópavogi eru langt á veg komnar. Fulltrúar flokkanna funduðu í gær og búist er við áframhaldandi fundarhöldum í dag.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málefnasamningur væri á lokastigi og búist er við hann verði kláraður á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×