Jólin

Tökum okkur góðan tíma í að finna möndluna

„Mér finnst líka svo gott að hafa kerti hjá mér í vinnunni yfir dimmasta tímann," segir María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona.
„Mér finnst líka svo gott að hafa kerti hjá mér í vinnunni yfir dimmasta tímann," segir María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona.

„Ég er nú þegar byrjuð að huga að jólunum. Búin að birgja mig upp af kertum til að hafa það kósý í skammdeginu svo það er nú þegar orðið nokkuð jólalegt á heimilinu," svarar María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV aðspurð út í hennar undirbúning fyrir jólin.

„Mér finnst líka svo gott að hafa kerti hjá mér í vinnunni yfir dimmasta tímann. Svo er ég búin að kaupa nokkrar jólagjafir og allan jólapappir sem ég þarf."

„Ég er nú þegar byrjuð að huga að jólunum. Búin að birgja mig upp af kertum til að hafa það kósý í skammdeginu svo það er nú þegar orðið nokkuð jólalegt á heimilinu."

„Næstu helgi verður haldið í sumarbústað þar sem við skrifum jólakortin saman en ég hef nokkrum sinnum brunnið inni með kortin sökum tímaskorts og hef látið það mér að kenningu verða."

„Svo hef ég einstaklega gaman af því að baka og búa til konfekt," segir hún og bætir við:

„Ég og mamma dúllum okkur saman við það á aðventunni. Þá eru nokkrar sortir ávallt gerðar og svo prófum við oft eitthvað nýtt og spennandi."

„Svo hef ég einstaklega gaman af því að baka og búa til konfekt."

„Ja, ætli það sé ekki Gerður G. Bjarklind, samstarfskona mín," svarar hún aðspurð hvað kemur henni í hátíðarskap.

„Henni hefur meira að segja tekist að koma mér í jólaskap um hásumar með undurfagurri rödd sinni og hlýju," segir María Sigrún.

Aðfangadagskvöldið hjá þér í ár? „Hingað til hef ég ávallt varið aðfangadagskvöldi í faðmi fjölskyldu minnar."

„Svo er ég búin að kaupa nokkrar jólagjafir og allan jólapappir sem ég þarf."

„Þá förum við í kirkjuna, borðum dýrindis jólamáltíð og tökum okkur góðan tíma í að finna möndluna og opna gjafirnar."

„Svo bregðum við okkur í þægilegri föt, -jafnvel náttföt og hlýja sokka og spilum fram á nótt. Þannig eru jólin mín," segir hún áður en kvatt er með hlýrri jólakveðju.-elly@365.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×